Evrópska neytendaaðstoðin

Miðvikudagur, 3. september 2014

Þegar íbúðir eru leigðar eru oftar en ekki miklir hagsmunir í húfi fyrir bæði leigjanda og leigusala. Það er algengt að leigusalar fari fram á að fyrir upphaf leigutíma séu háar fjárhæðir afhentar til viðbótar sjálfri leigunni, þá í formi tryggingar eða sem fyrirframgreiðsla.

mánudagur, 18. ágúst 2014

Milli kl. 14 og 18  á Menningarnótt er opið hús á skrifstofu Neytendasamtakanna og Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Net). Sérstök sögusýning verður haldin í tilefni 60 ára afmælis samtakanna. Einnig fer fram kynning á ECC-netinu sem m.a. aðstoðar neytendur þegar keypt er vara eða þjónusta af seljendum í öðrum Evrópulöndum.

Miðvikudagur, 2. júlí 2014

Keyptirðu eitthvað í fríinu sem reyndist svo vera gallað? Lentirðu í vandræðum í tengslum við leigu á bíl erlendis? Stóðst ekki hótelbókunin sem þú gerðir á netinu? Seinkaði fluginu þínu á leiðinni heim? Nú geturðu á einfaldan hátt fengið upplýsingar um rétt þinn í slíkum tilvikum. Það sem betra er – þú getur tjáð þig um rétt þinn á 25 tungumálum!

Pages

Evrópska neytendaaðstoðin er hluti af ECC-net, sem starfrækt er í 30 löndum eða öllum aðildarríkjum EB auk Íslands og Noregs. Kostnaður vegna starfseminnar skiptist milli innanríkisráðuneytisins og Evrópubandalagsins.  Allt efni síðunnar er á ábyrgð ECC á Íslandi

Um persónuvernd