Evrópska neytendaaðstoðin

mánudagur, 17. nóvember 2014

Franskur neytandi leigði sér bílaleigubíl meðan hann var á ferðalagi hér á landi. Við skil bílsins fóru neytandinn og starfsmaður bílaleigunnar yfir ástand hans og var engin athugasemd gerð. Tveimur dögum eftir skil sendi bílaleigan hins vegar bréf til neytandans þar sem tilkynnt var um að skemmdir hefðu fundist á bifreiðinni.

mánudagur, 17. nóvember 2014

Þegar ferðast er erlendis er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um þann kostnað sem getur fylgt farsímanotkun. Fyrir nokkrum árum komu gjarnan upp tilvik þar sem vænir símareikningar biðu ferðamanna þegar heim var komið úr ferðalögum um Evrópu.

Föstudagur, 3. október 2014

Samstarfsnet Evrópsku neytendaaðstoðarinnar, ECC netið hjálpar æ stærri hóp neytenda. Neytendum sem sneru sér beint til ECC stöðva fjölgaði um 11% milli ára. Það eru þeir neytendur sem spurðu um rétt sinn á tilteknum sviðum neytendaréttar eða kvörtuðu til ECC um ákveðin mál.

Pages

Evrópska neytendaaðstoðin er hluti af ECC-net, sem starfrækt er í 30 löndum eða öllum aðildarríkjum EB auk Íslands og Noregs. Kostnaður vegna starfseminnar skiptist milli innanríkisráðuneytisins og Evrópubandalagsins.  Allt efni síðunnar er á ábyrgð ECC á Íslandi

Um persónuvernd