Evrópska neytendaaðstoðin

Miðvikudagur, 15. apríl 2015

Hinn 16. apríl munu 23 lönd í Evrópu taka þátt í “European Speed Control Day“, sem gæti á íslensku útlagst „evrópski hraðatakmörkunardagurinn“. Um er að ræða átak gegn hraðakstri sem stendur frá kl. sex að morgni til miðnættis, og á því tímabili verða m.a. eftirlitstæki sett við vegi.

Þriðjudagur, 24. mars 2015

ECC-netið hefur nú gefið út nýja, viðamikla skýrslu sem fjallar um það hvernig lögbundnum kvörtunarfresti og ábyrgð seljenda er háttað innan aðildarríkja ESB, Íslands og Noregs.

Skýrsluna má nálgast á ensku hér.

mánudagur, 26. janúar 2015

Út er komin ársskýrsla Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Ísland) 2014. Í skýrslunni er fjallað almennt um starfsemina, fjölda erinda og mála á árinu og einnig má lesa dæmi um kvörtunarmál sem komu til kasta ECC á Íslandi á árinu, en alls sinnti ECC Ísland milligöngu fyrir hönd neytenda í 42 kvörtunarmálum.

Pages

Evrópska neytendaaðstoðin er hluti af ECC-net, sem starfrækt er í 30 löndum eða öllum aðildarríkjum EB auk Íslands og Noregs. Kostnaður vegna starfseminnar skiptist milli innanríkisráðuneytisins og Evrópubandalagsins.  Allt efni síðunnar er á ábyrgð ECC á Íslandi

Um persónuvernd