Evrópska neytendaaðstoðin

Þriðjudagur, 24. mars 2015

ECC-netið hefur nú gefið út nýja, viðamikla skýrslu sem fjallar um það hvernig lögbundnum kvörtunarfresti og ábyrgð seljenda er háttað innan aðildarríkja ESB, Íslands og Noregs.

Skýrsluna má nálgast á ensku hér.

mánudagur, 26. janúar 2015

Út er komin ársskýrsla Evrópsku neytendaaðstoðarinnar (ECC-Ísland) 2014. Í skýrslunni er fjallað almennt um starfsemina, fjölda erinda og mála á árinu og einnig má lesa dæmi um kvörtunarmál sem komu til kasta ECC á Íslandi á árinu, en alls sinnti ECC Ísland milligöngu fyrir hönd neytenda í 42 kvörtunarmálum.

mánudagur, 17. nóvember 2014

Þegar ferðast er erlendis er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um þann kostnað sem getur fylgt farsímanotkun. Fyrir nokkrum árum komu gjarnan upp tilvik þar sem vænir símareikningar biðu ferðamanna þegar heim var komið úr ferðalögum um Evrópu.

Pages

Evrópska neytendaaðstoðin er hluti af ECC-net, sem starfrækt er í 30 löndum eða öllum aðildarríkjum EB auk Íslands og Noregs. Kostnaður vegna starfseminnar skiptist milli innanríkisráðuneytisins og Evrópubandalagsins.  Allt efni síðunnar er á ábyrgð ECC á Íslandi

Um persónuvernd