Neytendasamtökin vilja vekja athygli neytenda á ýmsum tollabreytingum sem áttu sér stað um áramótin. Með breytingunum hafa tollar á fatnaði og skófatnaði verið afnumdir. Einnig hafa verið felldir niður tollar af vara- og aukahlutum fyrir reiðhjól, bleium o.fl. Um er að ræða alls 324 breytingar í 12 flokkum. Tilgangur breytinganna er að styrkja stöðu innlendrar verslunar í samkeppni við erlenda en hafa ber í huga að breytingar munu einnig nýtast þeim sem versla umræddar vörur af erlendum netverslunum. Samkvæmt lauslegum útreikningum ættu þessar breytingar að skila sér í 7,8% lægra verði á fatnaði og skóm til neytenda. Samtökin hvetja því neytendur til þess að vera vakandi fyrir verðlagningu í kjölfar breytinganna, enda eiga breytingar sem þessar ávallt að skila sér beint til neytenda.
Neytendasamtökin munu vera fylgjast með þessu á komandi misserum og einnig hefur Alþýðusamband Íslands gefið það út að sambandið muni vakta það sérstaklega í verðlagseftirliti sínu hvort þær vörur sem tollabreytingarnar eiga við komi til með að lækka í verði til neytenda. Þar sem breytingarnar áttu sér stað 1. janúar sl. ætti verð að hafa lækkað nú þegar, en raunar getur það skekkt stöðuna að útsölur eru víðast hvar í gangi. Neytendasamtökin hvetja neytendur til þess að fylgjast vel með verðbreytingum og senda ábendingar til samtakanna.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.