Stjórn Neytendasamtakanna hefur samþykkt svohljóðandi tillögu:
Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til Alþingis, Seðlabanka og fjármálaráðherra að tekið verði fyrst og fremst mið af miklum hagsmunum sem almenningur í landinu hefur af því að rétt sé staðið að afnámi gjaldeyrishafta. Neytendasamtökin minna á það gríðarlega áfall sem heimilin í landinu urðu fyrir í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Neytendasamtökin hvetja því stjórnvöld til að vanda til verka og vinna að þjóðarsamstöðu um þær aðgerðir sem áformaðar eru á grundvelli nýrrar lagasetningar þannig að komið verði í veg fyrir verðbólgu, vaxtahækkanir og bresti í lífskjörum og stöðu heimilanna. Slík samstaða þarf að byggjast á því að allri áhættu og ábyrgð af verðbólgu og öðrum sveiflum í efnahagslífi þjóðarinnar sé ekki velt yfir á neytendur eina heldur verði áhættu skipt milli fjármálakerfis og neytenda með því t.d. að setja þak á þær verðbætur sem verðtryggð lán bera. Í þeim efnum er eðlilegt að miða við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands sem eru 2,5%.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.