Ný heimasíða NS

Nú í vikunni fór í loftið ný heimasíða Neytendasamtakanna. Um er að ræða töluverða útlitsbreytingu frá fyrri vefsíðu og vonum við að notendur kunni vel að meta nýtt útlit.

Heimasíðan er þó ennþá í vinnslu og við munum koma til með að halda áfram að þróa hana á næstunni. Notendur gætu því orðið varir við einhverja útlits- eða tæknihnökra til að byrja með.

Það er ennþá hægt að fara inn á eldri útgáfu heimasíðunna hér , en þar geta félagsmenn skráð sig inn og nálgast Neytendablöðin og gæðakannanir, ásamt því að finna eldri fréttir og efni.

Deildu: