Nú er nýlega hafin innheimta veggjalda í Vaðlaheiðargöngin. Gjaldtaka af þessu tagi, þar sem ekið er í gegnum göngin án sérstaks innheimtuhliðs, er nýnæmi og ökumenn óvanir henni.
Neytendasamtökunum barst ábending frá félagsmanni um að kostnaður ökutækja sem aka um göngin hækki um 67%, sé ekki greitt innan þriggja klukkustunda frá því ekið er um göngin, eða úr 1.500 kr. í 2.500 kr.
Tíminn sem gefinn er til greiðslu er það naumur að sé ekið í gegnum göngin er aukagjaldið fallið á áður en komið er til Egilstaða, nú eða Reykjavíkur sé ekið í hina áttina.
Neytendasamtökin telja umrædda skilmála ósanngjarna og andstæða góðum viðskiptavenjum.
Samtökin hafa þegar sent forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga erindi þar sem krafist er að tímarammi til greiðslu sé rýmkaður í 10 daga.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.