Ársskýrsla leigjendaaðstoðarinna fyrir árið 2018 er nú aðgengileg á vefsíðunni. Leigjendaaðstoðin hefur verið starfrækt í meira en sjö ár á grundvelli samnings við velferðarráðuneytið. Á þeim tíma hafa yfir 13.000 erindi borist Leigjendaaðstoðinni.
Borið hefur á því undanfarin ár að aukið hlutfall erinda sem að Leigjendaaðstoðinni berast hafa endað fyrir kærunefnd húsamála og Leigjendaaðstoðin aðstoðað leigjendur við að bera ágreining sinn undir nefndina.
Fyrirspurnir er sneru að endurgreiðslu á tryggingarfé við skil á leiguhúsnæði voru áberandi eins og oft áður, ásamt fyrirspurnum er vörðuðu uppsagnir, ástand og viðhald á leiguhúsnæði.
Hægt er að nálgast ársskýrslu Leigjendaaðstoðarinnar hér.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.