Neytendasamtökin furða sig á því hversu illa hefur gengið að stöðva ólöglega smálánastarfsemi hér á landi. Ennþá er verið að veita smálán með ólöglega háum vöxtum og því munu Neytendasamtökin halda áfram að krefjast aðgerða af stjórnvöldum og fyrirtækjum.
-Samtökin hafa frá árinu 2009 kallað eftir raunhæfum aðgerðum til að sporna við þessari meinsemd sem jafnvel dagsektir og dómsniðurstöður bíta ekki á.
-Árið 2018 sendu samtökin erindi til atvinnuvegaráðuneytisins og í kjölfarið var skipaður starfshópur um starfsemi smálánafyrirtækja. Hópurinn skilaði skýrslu í febrúar 2019.
-Þá sendu samtökin fyrirspurn til Almennrar innheimtu og kallað eftir svörum við því hvers vegna fyrirtækið taki að sér að innheimta ólögleg lán. Erindinu hefur ekki verið svarað.
-Kallað var eftir svörum við því hvers vegna Sparisjóður Strandamanna útbúi greiðsluseðla fyrir Almenna innheimtu. Svör bárust þess efnis að verið sé að skoða málið.
-Í síðustu viku komu samtökin á framfæri ábendingar til ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra um hvort ástæða sé til að rannsaka starfsemina í kjölfar fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Jafnframt voru erindi send á Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnunar vegna ágengrar markaðssetningar og aðgerða krafist.
-Þá voru í síðustu viku send erindi til fjármálafyrirtækja og kallað eftir svörum við því hvers vegna ólöglegar smálánaskuldir séu skuldfærðar beint af bankareikningum lántakenda að þeim forspurðum.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.