Icelandair deili bótum með farþegum

Vegna frétta um að Icelandair fái líklega háar bætur frá Boeing vegna kyrrsetningar á 737 Max vélunum fara Neytendasamtökin fram á það við Icelandair að þeir farþegar sem neyðst hafa til að fljúga með staðgengdarflugvélum, án þeirra þæginda sem Icelandair stærir sig af í auglýsingum, fái hlutdeild í væntanlegum bótum frá Boeing vegna óþæginda sem þeir hafi orðið fyrir.

Að sama skapi hvetja Neytendasamtökin alla félagsmenn sem hafa flogið með lággæðaflugvélum Icelandair að geyma brottfararspjöld sín og kvittun fyrir kaupum, komi til þess að samtökin sæki bætur til Icelandair.

Deildu: