Aðalfundur Neytendasamtakanna

Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn laugardaginn 26. október kl. 10:00 að Hverfisgötu 105 Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við lög samtakanna.

Á síðasta þingi var lögum breytt á þann hátt að framvegis verður þing ekki haldið annað hvert ár eins og verið hefur. Þess í stað er aðalfundur haldinn í október á hverju ári. Í þetta sinn er hvorki kosið til stjórnar né formanns, en kjörin verður þriggja manna kjörnefnd sem og skoðunarmenn reikninga.

Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi, séu þeir skuldlausir við samtökin viku fyrir aðalfund og hafi tilkynnt um þátttöku viku fyrir aðalfund. Þátttöku skyldi kynna á skraning@ns.is með upplýsingum um nafn og kennitölu, fyrir kl. 10:00, laugardaginn 19. október.

Sjá nánar hér

Deildu: