Námskeið fyrir alla leigjendur 24. okt.

Fimmtudagurinn 24. október 2019 frá kl. 17:10 til 18:30.

Neytendasamtökin standa fyrir námskeiði fyrir leigjendur þar sem farið er yfir grundvallarréttindi og -skyldur leigjenda, helstu vandamál sem geta komið upp og úrræði leigjenda. Um námskeiðið sér Einar Bjarni Einarsson, stjórnandi Leigjendaaðstoðarinnar. Þátttakendum gefst tækifæri til að spyrja um allt er varðar leigjendamál. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á ns@ns.is.

Deildu: