Stútfullt Neytendablað dettur inn um lúgur félagsmanna

Um þessar mundur er kjarngott Neytendablað á leið til félagsmanna.

Nóg af áhugaverðu efni að vanda. Meðal þess er úttekt á Íslandspósti, en mikið liggur við að komast til botns í gjöldum Íslandspósts áður en þau verða fest í sessi með nýjum kostnaðargrunni. Það er stórmál sem sem fer undarlega hljótt í umræðunni.

Þá er umfjöllun um oftekið vatnsgjald Orkuveitunnar sem enn vindur uppá sig og virðist vera sem gjöld vatnsveitna gætu verið í ólestri víða um land.

Eins er fjallað um neysluskömm, kolefnisspor, seðlanotkun, baunir í stað kjöts, plastendurvinnslu, stórfurðulega óvissu um hvort smálánafyrirtækin hafi nokkurn tíma verið gert að greiða stjórnvaldssektirnar sem lagðar voru á þau 2016 og 2017, gjafabréf, varúðarmerkingar og áframhald af æsispennandi sögu Neytendasamtakanna.

Tryggðu þér eintak og skráðu þig í samtökin: www.ns.is/skra

Deildu: