Um þessar mundur er kjarngott Neytendablað á leið til félagsmanna.
Nóg af áhugaverðu efni að vanda. Meðal þess er úttekt á Íslandspósti, en mikið liggur við að komast til botns í gjöldum Íslandspósts áður en þau verða fest í sessi með nýjum kostnaðargrunni. Það er stórmál sem sem fer undarlega hljótt í umræðunni.
Þá er umfjöllun um oftekið vatnsgjald Orkuveitunnar sem enn vindur uppá sig og virðist vera sem gjöld vatnsveitna gætu verið í ólestri víða um land.
Eins er fjallað um neysluskömm, kolefnisspor, seðlanotkun, baunir í stað kjöts, plastendurvinnslu, stórfurðulega óvissu um hvort smálánafyrirtækin hafi nokkurn tíma verið gert að greiða stjórnvaldssektirnar sem lagðar voru á þau 2016 og 2017, gjafabréf, varúðarmerkingar og áframhald af æsispennandi sögu Neytendasamtakanna.
Tryggðu þér eintak og skráðu þig í samtökin: www.ns.is/skra
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.