Aðalfundur Neytendasamtakanna

Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn laugardaginn 31. október. Sú breyting var gerð á lögum samtakanna árið 2018 að í stað þings annað hvert ár er nú haldinn aðalfundur á hverju ári. Einnig var lögum breytt á þá leið að á hverju ári fer fram kosning til sex stjórnarmanna. Á aðalfundi í haust verður í fyrsta skipti kosið í samræmi við ný lög og fer því fram kosning til stjórnar þar sem öll 12 sætin eru undir en sex stjórnarmenn verða kjörnir til eins árs og sex til tveggja ára. Einnig fer fram kosning til formanns svo framarlega sem fleiri en eitt framboð berst.

Allir skuldlausir félagsmenn geta kosið rafrænt og verður tilhögun kosninga auglýst nánar þegar nær dregur bæði í Neytendablaðinu og á vef samtakanna.

Þeim sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir Neytendasamtökin er bent á að frestur er til 15. september næstkomandi. Framboð tilkynnist með tölvupósti á ns@ns.is.

Deildu: