Neytendablaðið er komið út. Félagsmenn ættu að fá glænýtt Neytendablað inn um lúguna á næstu dögum stúttfullt af áhugaverðu efni svo sem; viðtal við ráðherra neytendamála, gæðakönnun á heyrnartólum, umfjöllun um stafræna sóun, njósnahagkerfið, háhraðatísku, baráttu Ralp Nader, umferðaröryggi, rangar verðmerkingar, hávaða og heyrnartól, sjálfbært mataræði og viðtal við stjórnanda Leigjendaaðstoðarinnar.
Ertu ekki félagi í samtökunum? það er auðvelt að kippa því í liðinn, sjá skráningu hér
Berist blaðið ekki þá er best að hafa samband á ns@ns.is eða í síma 545 1200.