Aðalfundur 2019

Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn laugardaginn 26. október kl. 10:00.

Staðsetning: Skrifstofa Neytendasamtakanna Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík

Hvenær: Laugardaginn 26. október kl 10:00

Hverjir geta tekið þátt: Félagsmenn sem eru skuldlausir við samtökin viku fyrir aðalfund og skráðu sig viku fyrir aðalfund með því að senda tölvupóst á skraning@ns.is með upplýsingum um nafn og kennitölu. Skráningu lauk klukkan 10:00, laugardaginn 19. október. 

Á síðasta þingi var lögum breytt á þann hátt að framvegis verður þing ekki haldið annað hvert ár eins og verið hefur. Þess í stað er aðalfundur haldinn í október á hverju ári. Í þetta sinn er hvorki kosið til stjórnar né formanns, en kjörin verður þriggja manna kjörnefnd sem og skoðunarmenn reikninga.

Allir félagsmenn hafa rétt til setu á aðalfundi, séu þeir skuldlausir við samtökin viku fyrir aðalfund og hafi tilkynnt um þátttöku viku fyrir aðalfund. Þátttöku skyldi kynna á skraning@ns.is með upplýsingum um nafn og kennitölu, fyrir kl. 10:00, laugardaginn 19. október.

Dagskrá aðalfundar
skv. 13. gr. laga félagsins:

10:00
Setning og kjör fundarstjóra og ritara fundarins.
Tillaga stjórnar er um Mörð Árnason, fundarstjóra og Einar Bjarna Einarsson, ritara.

10:10
Skýrsla stjórnar
Breki Karlsson, formaður.

10:30
Drög að rekstraráætlun.
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri

10:45
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu og samþykktar.
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri.

11:00
Stefnumótun.
Breki Karlsson, formaður.

11:20
Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara, úr hópi annarra en stjórnarmanna og starfsmanna.
Tillaga stjórnar um skoðunarmenn reikninga: Þuríður Hjartardóttir og Guðmundur Hörður Guðmundsson.
Tillaga stjórnar um varamenn: Gunnar Alexander Ólafsson og Hólmfríður Sveinsdóttir

11:25
Kjör þriggja manna kjörnefndar fyrir komandi starfsár.
Tillaga stjórnar: Ása Steinunn Atladóttir, Einar Bjarni Einarsson og Jónas Guðmundsson.

11:30
Önnur mál.

12:00
Fundarslit.

Í 13. gr. laga félagsins er jafnframt kveðið á um að á dagskrá skulu vera lagabreytingar, kjör formanns Neytendasamtakanna, að jafnaði annað hvert ár og kjör annarra stjórnarmanna. Engar tillögur um lagabreytingar hafa borist og ekki fer fram kjör til stjórnar sbr. ákvæði til bráðabirgða í lögum, þannig að þeim dagskrárliðum er sleppt.

Fundargögn

1. Ársreikningur Neytendasamtakanna 2018 – Sækja skjal
2. Drög að stefnu Neytendasamtakanna – Sækja skjal 

Deildu: