Fréttir

Aflýsing á flugi

Neytendasamtökunum hefur borist nokkur fjöldi fyrirspurna vegna aflýsingar á Indlandsflugi Wow Air.

Efni fyrirspurnanna varðar réttarstöðu þeirra sem áttu pantað flug til Indlands eftir að flugfélagið hætti að ferðast til áfangastaðarins. Farþegar hafa þá kvartað undan því að þeim hafi eingöngu verið boðinn sá valkostur að fá endurgreiðslu á farmiðum, þá ýmist í formi peninga eða gjafabréfs. Þeir einstaklingar sem leitað hafa til samtakanna hafa þá velt fyrir sér hvort að aðrir möguleikar ættu ekki að standa þeim til boða.

Reglugerð um réttindi flugfarþega veita farþegum ýmis réttindi. Til að mynda hafa farþegar rétt á að velja á milli þriggja valkosta þegar flugi þeirra er aflýst. Í fyrsta lagi að fá endurgreiðslu á ferðinni, í öðru lagi að fá flugleið breytt og komast til lokaákvörðunarstaðar eins fljótt og unnt er, og í þriðja lagi að breyta flugleið og komast þannig til lokaákvörðunarstaðar síðar meir við fyrsta hentugleika fyrir farþegann.

Farþegar hafa þannig val um hvort þeir vilja fá endurgreiðslu á flugmiðanum eða óska eftir því að flugfélagið útvegi þeim nýtt flug til lokaákvörðunarstaðar.

Fréttir í sama dúr

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Framboð til stjórnar og formanns

Nýtt símkerfi

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.