Fréttir

Ályktun stjórnar um tilbúinn vöruskort

Í ljósi frétta undanfarið um að sellerí sé ófáanlegt í verslunum vegna hamlandi og misskilinnar tollverndar ályktar stjórn Neytendasamtakanna eftirfarandi:

Valfrelsi neytenda er grundvallaratriði, en enn og aftur verða neytendur fyrir barðinu á óviturlegu kerfi sem býr til vöruskort. Neytendasamtökin telja mikilvægt að stundaður sé öflugur landbúnaður á Íslandi enda mun innlend framleiðsla alltaf standa undir megin neyslu þjóðarinnar. En tilraunir til neyslustýringar með tollum og önnur verndarhyggja eru hamlandi stuðningur sem leiðir til taps neytenda, og framleiðenda þegar litið er til lengri tíma. Þessi hamlandi stuðningur er hluti af gamalli og hverfandi arfleifð, af hverri bændur hafa hingað til ekki riðið feitum hesti og verður að láta af. Þess í stað þarf að leggja áherslu á styðjandi stuðning, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur. Íslenskir bændur og aðrir matvælaframleiðendur hafa sýnt að þeim er heilt yfir treystandi til að framleiða holl og góð matvæli. Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu. Treysta verður neytendum til að velja, en leggja til hliðar hamlandi hugmyndir um tollmúra og neyslustýringu.

Fréttir í sama dúr

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Bannað að auglýsa dýr lán

Þetta þarftu að vita um Temu

Tímamótadómur EFTA-dómstólsins

Neytendablaðið komið út

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.