Evrópska neytendaaðstoðin (ECC á Íslandi)

ECC á Íslandi vinnur nú að því að uppfæra heimasíðu sína. Við vonumst til að við getum komið henni upp sem allra fyrst.

Hafir þú fyrirspurn endilega hafðu samband við okkur í síma 545-1200 eða á netfangið ecc@eccisland.is

We are currently working on updating our website. We hope it will be up and running as soon as possible.

In the meantime please contact us via email: ecc@eccisland.is or via telephone during opening hours (+354) 545-1200

ECC Ísland er hluti af ECC-netinu (European Consumer Centre Network/Evrópska neytendaaðstoðin) en það er starfrækt í 30 Evrópulöndum, eða öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk Íslands, Bretlands og Noregs. Tilgangur netsins er að veita neytendum, sem kaupa vöru eða þjónustu af seljanda í öðru Evrópuríki, upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð komi upp ágreiningur vegna viðskiptanna. Þá tekur ECC Ísland að sér milligöngu í deilumálum seljenda og neytenda, en milligangan fer þá fram með aðstoð systurstöðvar ECC Íslands í heimalandi seljanda. Þjónusta ECC-netsins er neytendum að kostnaðarlausu en kostnaður við rekstur stöðvanna skiptist milli Evrópusambandsins og aðildarríkjanna sjálfra. 

Hefurðu lent í vandræðum í tengslum við kaup á vöru eða þjónustu af seljanda í öðru Evrópulandi? Veistu ekki hvert á að leita? Við getum hjálpað. Við veitum neytendum ókeypis ráðleggingar og aðstoð vegna viðskipta við erlenda seljendur og reynum að ná sáttum milli aðila.

Séu neytendur ósáttir við vöru eða þjónustu sem þeir hafa keypt af erlendum seljanda er best að byrja á að kvarta við seljandann, helst skriflega, þannig að hægt sé að sýna fram á að kvörtun hafi verið send. Oft tekst neytendum og seljendum að leysa málin í sátt sín á milli í kjölfar slíkrar kvörtunar frá neytanda. Takist það hins vegar ekki tekur ECC Ísland málið til frekari skoðunar. Sé niðurstaða þeirrar skoðunar sú að neytandinn eigi réttmæta kröfu sendum við málið svo til ECC-stöðvarinnar í heimalandi seljandans sem vinnur málið þá áfram og leitar lausna. Ef ECC Íslandi berst kvörtun vegna íslensks seljanda höfum við samband við viðkomandi og reynum að leita sátta. Takist sú umleitan ekki leiðbeinum við neytendum svo um hugsanlegt framhald málsins, t.a.m. með því að aðstoða við að leggja ágreininginn fyrir kæru- eða úrskurðarnefnd sé slíkri nefnd til að dreifa. Undanfarin ár hafa um 70.000 erindi á ári að meðaltali borist netinu frá evrópskum neytendum

Deildu: