Fréttir

Eldað úr afgöngum

Norsku neytendasamtökin, Forbrukerrådet, hafa sett af stað herferð gegn matarsóun sem staðið hefur síðustu vikurnar. Áherslan hefur verið á mat sem Norðmenn henda hvað mest; banana, brauð, grænmeti og matarafganga. Sett hafa verið inn 4 myndbönd á youtube með góðum hugmyndum að matargerð úr hráefni sem of oft endar í ruslinu. 
Sjá myndböndin hér

Rannsókn sem Forbrukerrådet og Matvett (samtök seljenda gegn matarsóun) létu gera sýnir að neytendur vilja gjarnan nýta mat betur, en innkaupavenjur og óvissa varðandi síðasta söludag virðast helstu ástæður fyrir matarsóun. Við kaupum of mikið í hvert skipti sem við förum í búðina og því er gott ráð að gera innkaupalista og fara aldrei svöng að versla. Neytendur kaupa helst mat með eins langri „endingu“ og hægt er en ef verslanir lækka verð á vörum sem eru að renna út á tíma eru neytendur meira en tilbúnir að nýta sér það. Þá er vert að ítreka að „best fyrir“ þýðir ekki „ónýtt eftir“ og í flestum tilfellum er bragð- og lyktarskynið best til að meta hvort matur sé enn ætur.

Matarsóun eykst gjarnan í kringum jólahátíðina en hægt er að sporna gegn því með smá fyrirhyggju og skynsemi. Sjá góð ráð gegn matarsóun á síðunni matarsoun.is

Fréttir í sama dúr

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Bannað að auglýsa dýr lán

Þetta þarftu að vita um Temu

Tímamótadómur EFTA-dómstólsins

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.