Vaxtamalid-mynd01

Vaxtamálið

Er lánið þitt ólöglegt?
Aukum gagnsæi lána!
Gerum kröfu um gagnsæi!
Er lánið þitt ólán?
Breytum bönkunum.
 

Taktu þátt og jöfnum leikinn!

Til þess að tryggja rétt þinn er nauðsynlegt að krefjast hans. 
Við mælum með því að við gerum þetta saman en þú getur einnig rekið málið sjálf/ur.

Neytendasamtökin hafa samið við Lögfræðistofu Reykjavíkur um að meta réttarstöðu fólks, reikna kröfur og senda kröfubréf til lánafyrirtækja (til að tryggja að dráttarvextir reiknist á kröfuna), ráðgjöf um slit fyrningar ef þörf krefur, og sjá um uppgjör á grundvelli fyrirliggjandi dóma þegar niðurstaða liggur fyrir.

Óskir þú eftir aðstoð Lögfræðistofu Reykjavíkur þarft þú að prenta, fylla út og rita undir umboð og verkbeiðni . Síðan þarf að senda það til Lögfræðistofu Reykjavíkur, Borgartúni 25, 105 Reykjavík.

Lögmannsþjónustan stendur til boða gegn árangurstengdri þóknun, þ.e. ekkert er greitt nema árangur náist í innheimtu á hendur viðkomandi banka. Þannig greiðir lántaki sem óskar þjónustu Lögfræðisstofu Reykjavíkur ekkert gjald, nema ef mál vinnist. Þóknun Lögfræðistofu Reykjavíkur nemur 20% af fjárhagslegum ávinningi hans af málalokum þ.e. af heildarfjárhæð sem innheimt verður. Neytendasamtökin fá 10% af þóknun LR (2 prósentustig) til að standa straum af kostnaði sínum. Engin þóknun er greidd ef engin árangur verður af innheimtunni. Þó er þóknun aldrei lægri en innheimtuþóknun eða málskostnaður sem lánveitanda er gert skylt að greiða samkvæmt dómi. Ef höfða þarf dómsmál til þess að innheimta kröfuna og til þess að slíta fyrningu, skal samið sérstaklega um það.

Við höldum þátttakendum upplýstum um framvindu mála með póstlista Vaxtamálsins.

Hægt er að skrá sig á póstlistann hér að neðan.