Fréttir

Fær ekki að sjá lánið sitt

Kona sem er félagi í Neytendasamtökunum hafði samband og benti á merkilega gloppu í lögum um fasteignalán. Konan er ásamt eiginmanni sínum með húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði. Þau eru ekki með sameiginlegan fjárhag, heldur hvort með sinn bankareikninginn. Það hafði lengi angrað konuna að fá ekki yfirlit yfir stöðu íbúðarlánsins í heimabankanum sínum þar sem einungis eldri aðilinn í hjónabandinu fær yfirlitið í sinn heimabanka. Þar sem konan er yngri en eiginmaðurinn sá hún því aldrei yfirlit yfir lánið. Konunni þykir ótækt að þurfa að biðja manninn sinn um að opna heimabankann sinn svo hún geti séð stöðuna á láninu þeirra, sem er á nafni þeirra beggja og þau bera jafna ábyrgð á. Neytendasamtökin taka undir þessa ábendingu.

Hér er um að ræða gloppu í lögum um fasteignalán, gloppu sem reyndar er að finna víðar í lögum um lánveitingar til neytenda. Í lögunum eru tilteknar ótal upplýsingar sem lánveitanda ber að veita áður en lán er veitt. Ekkert er hins vegar að finna í lögunum um hvaða upplýsingar lánveitanda beri að veita lántaka á meðan uppgreiðsla láns á sér stað, eða hvaða rétt lántaki hafi til að fá slíkar upplýsingar. Hér skortir verulega á ein grunnréttindi neytenda, það er að segja rétt neytenda til upplýsinga.

Í framhaldinu hafa Neytendasamtökin beint þeirri ábendingu til fjármálaráðuneytisins að breyta lögum og bæta úr þessari gloppu hið fyrsta.

Fréttir í sama dúr

Frumvarpi um samkeppnisundanþágu afurðastöðva mótmælt

Allt uppi á borðum

Áttu rétt á bótum? – sæktu þær án kostnaðar

Grænþvegnir grísir

Tjón vegna samráðs metið á 62 milljarða króna

Einbeittur síbrotavilji CC bílaleigu ehf.

Bílaleiga lykill bílhurð

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.