Fréttir

Ferðaskrifstofa Íslands dæmd til endurgreiðslu pakkaferðar

Síðla hausts 2019 afpantaði neytandi pakkaferð, sem hann hafði  keypt af Ferðaskrifstofu Íslands, vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og fór fram á fulla endurgreiðslu úr hendi ferðaskrifstofunnar með vísan í óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður í skilningi 11. töluliðar 4. gr. laga nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda  ferðatilhögun.

Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á árgjöld félagsmanna. Því fleiri félagar, þeim mun öflugri samtök. Gerast félagi.

Ferðaskrifstofan hafnaði kröfu neytandans sem leitaði þá til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Nefndin tók undir með neytandanum og úrskurðaði að ferðaskrifstofunni bæri að greiða honum 1.125.131 krónur ásamt vöxtum. Því undi Ferðaskrifstofa Íslands ekki og því lenti hún í Skammarkrók Neytendasamtakanna, en þar eru fyrirtæki sem ákveða að una ekki úrskurðum nefndarinnar.

Neytandinn stefndi Ferðaskrifstofunni og vann málið fyrir Héraðsdómi. Ferðaskrifstofa Íslands áfrýjaði málinu til Landsréttar hvar neytandinn vann einnig.

Þar sem málinu er nú lokið fyrir dómstólum með aðfararhæfum úrskurði er nafn Ferðaskrifstofu Íslands tekið úr Skammarkróki Neytendasamtakanna. Að mati Neytendasamtakanna sýnir þetta mál fram á tvennt. Annars vegar að úrskurður Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa eru vandaðir og ígrundaðir, þannig að þeir halda fyrir dómstólum. Hins vegar að í þessu tilviki var neytandinn lögmaður með málaflutningsréttindi og gat því farið með mál fyrir dómstóla með tiltölulega litlum útlögðum kostnaði, en oft á tíðum svarar ekki kostnaði fyrir ólöglærða að fara með mál fyrir dómstóla, jafnvel þó líkur séu þeim afar hagstæðar. Það er bagalegt að venjulegt fólk geti ekki náð fram rétti sínum vegna þessa.

Fréttir í sama dúr

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Bannað að auglýsa dýr lán

Þetta þarftu að vita um Temu

Tímamótadómur EFTA-dómstólsins

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.