Fréttir

Geymt fé, glatað fé

Til samtakanna leitaði á dögunum félagsmaður sem lagt hafði inn nokkrar evrur á gjaldeyrisreikning í banka hér á landi. Skömmu síðar þurfti hann að nota evrurnar og tók þær út úr bankanum. Hugðist hann taka út sömu upphæð en í millitíðinni hafði gengi íslensku krónunnar lækkað og því var félagsmaðurinn krafinn um fjármagnstekjuskatt á gengishagnað. Gekk hann því út úr bankanum með færri evrur en hann hafði lagt inn í hann nokkrum vikum áður.

Neytendasamtökin sendu fyrirspurn til bankans og ríkisskattsjóra sem voru sammála um að farið hefði verið að lögum.

Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til löggjafarvaldsins að bæta snarlega úr þessari gloppu í lögum. Að öðrum kosti, og þangað til að úr þessu er bætt, benda samtökin félagsmönnum á að nota ekki íslenska gjaldeyrisreikninga ætli þeir að geyma fé í erlendri mynt, heldur nota reikninga í erlendum bönkum.

Fréttir í sama dúr

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Bannað að auglýsa dýr lán

Þetta þarftu að vita um Temu

Tímamótadómur EFTA-dómstólsins

Neytendablaðið komið út

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.