Gjafabréf

VÖRU- OG ÞJÓNUSTUKAUP >  GALLI | SKILARÉTTUR | GJAFABRÉF | IÐNAÐARMENN

Gjafabref

Vinsæl gjöf

Gjafabréf eru vinsæl gjöf en því miður fá Neytendasamtökin á hverju ári mörg mál á sitt borð vegna gjafabréfa sem ekki nýtast. Því miður er ekkert í lögum eða reglum á Íslandi sem kveður á um lágmarks gildistími gjafabréfa.

Samkvæmt lögum er almennur fyrningarfrestur á kröfum fjögur ár en seljandi getur hins vegar sett hvaða gildistíma sem er á gjafabréfið svo framarlega sem hann kemur skýrt fram á bréfinu. Oftast er kvartað yfir því að seljandi leyfi viðskiptavininum ekki að nýta gjafabréf sem er útrunnið. Slíkir viðskiptahættir verða að teljast mjög sérstakir enda hefur seljandi ekki orðið fyrir neinum skaða, þvert á móti. Búið er að greiða fyrir ákveðna vöru eða þjónustu og í raun má því segja að neytandi veiti seljanda vaxtalaust lán.

Samkvæmt leiðbeinandi reglum um skilarétt á gildistími gjafabréfa að vera fjögur ár en því miður er lítið farið eftir þessum reglum. Oft næst að leysa úr slíkum málum enda gera flestir seljendur sér grein fyrir mikilvægi þess að veita góða þjónustu. Lendi fólk í því að vera meinað að nota gjafabréf á þeirri forsendu að það sé útrunnið vilja Neytendasamtökin gjarnan vita af því. Þá er gott ráð að nýta gjafabréf svo fljótt sem auðið er því inneignin getur tapast hætti seljandi starfsemi.

Neytendafréttir tengdar vörum og þjónustu