Fréttir

Góðir neytendur

Niðurstöður rannsóknar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á upplifun, hegðun, viðhorfi og þekkingu neytenda í Evrópu 2023 liggja nú fyrir.

Lífseig mýtan um að Íslendingar séu á einhvern hátt lélegir neytendur er endanlega kveðin í kútinn. En niðurstöðurnar sýna svo ekki verður um villst að Íslendingar eru meðal „bestu“ neytenda í Evrópu, nánast hvar sem drepið er niður fæti. Þá er traust til samtaka neytenda á Íslandi hið hæsta í Evrópu og hefur vaxið um heil 13,7 prósentustig frá fyrri könnun sem gerð var árið 2018. Samhliða eykst einnig traust til opinberra neytendaverndarstofnanna, og er nú á pari við það sem gengur og gerist í Evrópu. Traust til verslana og þjónustuveitenda eykst sýnu mest og er nú litlu meira en Evrópumeðaltal.

Eins og fyrir 5 árum er þekking íslenskra neytenda á réttindum sínum framúrskarandi og mun meiri en meðaltal Evrópubúa. Einungis neytendur í Danmörku skoruðu hærra þeir íslensku. Neytendur í Tékklandi, Spáni og Lúxemborg komu síðan fast á hæla okkar.

Eðlilega er verðbólga neytendum í Evrópu hugleikin , en 37% neytenda á evrópska efnahagssvæðinu hafa þurft að ganga á sparnað sinn til að mæta dýrtíðinni og 71% hafa dregið úr orkunotkun heima við.

Þá eru blikur á lofti þegar kemur að sjálfbærri neyslu. Þrátt fyrir vitneskju um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsvánni og stuðla að grænum umskiptum segjast einungis 56% neytenda í Evrópu taka mið af umhverfissjónarmiðum við kaup á vörum og þjónustu. Hlutfallið á Íslandi er einungis 50%. Þessi hlutföll hafa ekki breyst að nokkru marki síðan 2018 og nokkuð ljóst að þar eru tækifæri til að gera mun betur.

Hér má nálgast niðurstöðurnar fyrir Ísland.

Hér er skýrslan í heild.

Fréttir í sama dúr

Smálánabaráttan

Framboð til stjórnar og formanns

Nýtt símkerfi

Samkeppni slátrað – um hvað snýst málið?

Hópmálsókn í Evrópu vegna öndunarvéla frá Philips

Vaxtamálið – fyrning krafna

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.