Fréttir

Grænþvegnir grísir

Í dag féll dómur í því sem kallað hefur verið fyrsta loftslagsdómsmálið í Danmörku.

Tvö félagasamtök; Klimabevægelsen (Loftslagshreyfingin) og Dansk Vegetarisk Forening (dönsku grænkerasamtökin) ákváðu að stefna danska svínakjötsframleiðandanum Danish Crown fyrir dóm fyrir villandi markaðssetningu.

Upphaf málsins má rekja til auglýsingaherferðar sem svínakjötsframleiðandinn Danish Crown hleypti af stokkunum árið 2020. Var því haldið fram að svínakjöt væri loftslagsvænt, eða „klimavenligt“.

Dómstóllinn gerði ekki athugasemdir við fullyrðinguna „Dansk gris er mere klimavenlig, end du tror (Danskir grísir eru loftslagsvænni en þú heldur).

Límmiði sem settur var á svínakjöt frá Danish Crown bar fullyrðinguna „klimakontrolleret gris“, (sem mætti útleggja sem „Grænir grísir“). Þessi markaðssetning var að mati dómsstólsins villandi.  

Danish Crown hætti við markaðsherferðina þegar árið 2021 en mikilvægt þótti að fá skorið úr málinu fyrir dómi. Dönsku neytendasamtökin Forbrugerrådet Tænk gengu til liðs við Loftslagshreyfinguna og Grænkerasamtökin enda um mikilvægt neytendamál að ræða. Eins og gefur að skilja fagna samtökin niðurstöðunni og vona að hún verði öðrum fyrirtækjum víti til varnaðar.

Hér er af finna ítarlega umfjöllun dönsku neytendasamtakanna Tænk um málið

 

Fréttir í sama dúr

Smálánabaráttan

Framboð til stjórnar og formanns

Nýtt símkerfi

Samkeppni slátrað – um hvað snýst málið?

Hópmálsókn í Evrópu vegna öndunarvéla frá Philips

Vaxtamálið – fyrning krafna

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.