Fréttir

Hækkanir á leiguverði

Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða um hækkanir á leiguverði hér á landi. Leigjendaaðstoðin, sem Neytendasamtökin sinna á grundvelli þjónustusamnings við velferðarráðuneytið, hefur ekki farið varhluta af hækkun leiguverðs undanfarin ár, enda hefur mikill fjöldi leigjenda leitað eftir aðstoð vegna slíkra mála. Raunar eru hækkanir á leiguverði engin nýlunda en á síðustu tveimur árum virðast hækkanir heldur meiri en þekkst hafði áður. Af þessu tilefni var rætt við Hrannar Má Gunnarsson, stjórnanda Leigjendaaðstoðarinnar og lögfræðing hjá Neytendasamtökunum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 sl. laugardag. 

Leigjendaaðstoðin hjálpar leigjendum þegar leigusali krefst þess að hækka leigusamning og leiðbeinir þeim um möguleg úrræði. Í flestum tilfellum reynir á hækkanir þegar tímabundnir samningar eru endurnýjaðir en í einhverjum tilfellum hafa leigusalar reynt að hækka húsaleigu á miðju leigutímabili. Það er ekki hægt að gera nema leigjandi samþykki hækkun sérstaklega. Ef leigjandi er ekki tilbúinn að samþykkja hækkun, sem er sjaldnast raunin, þá gildir einfaldlega umsamið leiguverð út samningstíma. Ef um tímabundinn leigusamning er að ræða þarf að bíða eftir að hann rennur út og ef um ótímabundinn samning er að ræða þarf að bíða út uppsagnarfrest.

Þá geta reglur um forgangsrétt leigjanda samkvæmt húsaleigulögum komið leigjendum til góða, enda segir þar að við endurnýjun skuli leigufjárhæð vera sanngjörn og eðlileg fyrir báða aðila. Líkur eru á því að það leiguverð sem áður hafði verið samþykkt með eldri samningi teljist vera sanngjarnt og eðlilegt, en ef leigusali telur svo ekki vera þarf hann að sýna fram á það hvernig hægt sé að rökstyðja hækkun við endurnýjun.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.