Fréttir

Hætt við gjaldtöku vegna rafrænna skilríkja

Neytendasamtökin fagna því að fjarskiptafyrirtækið NOVA hefur nú hætt gjaldtöku vegna notkunar rafrænna skilríkja.

Á undanförnum vikum hafa Neytendasamtökin átt í samræðum við fyrirtækið Auðkenni og fjarskiptafyrirtækin NOVA, Vodafone og Símann vegna gjaldtöku rafrænna skilríkja. Það er ljóst að Auðkenni, sem heldur utan um rafræn skilríki, hefur ekki hafið gjaldtöku vegna notkunar þeirra og mun að minnsta kosti ekki krefjast gjalds fyrr en eftir árið 2017. Þó hafði NOVA þegar byrjað að taka gjald af sínum viðskiptavinum og  fjarskiptafyrirtækið Vodafone ætlaði að hefja gjaldtöku nú um mánaðarmótin. Þannig töldu fjarskiptafyrirtækin sig hafa orðið fyrir verulegum kostnaði vegna rafrænna skilríkja þar sem viðskiptavinir þurftu að fá ný SIM-kort til þess að geta virkjað skilríkin. Neytendasamtökin kröfðust þess að fyrirtækin endurskoði þá afstöðu sína að láta neytendur greiða fyrir notkun skilríkjanna þar sem engar efnislegar forsendur væru fyrir slíkri gjaldtöku og nú hafa fyrirtækin fallið frá gjaldtökunni.

Staðan nú er því sú að ekkert hinna stóru fjarskiptafyrirtækja hér á landi munu taka gjald af neytendum fyrir notkun rafrænna skilríkja. Það hefur verið afstaða Neytendasamtakanna að þau fyrirtæki og þær stofnanir sem bjóða upp á notkun rafrænna skilríkja eigi að greiða fyrir notkun þeirra og ekki komi til greina að rukka neytendur vegna þessa, enda kemur fyrirkomulagið til með að gefa þessum aðilum tækifæri til hagræðingar í rekstri. Það er því fagnaðarefni að nú hafi fjarskiptafyrirtækin öll hætt við gjaldtöku og ætli að leita annarra leiða til þess að fjármagna notkun skilríkjanna en að beina gjaldtöku að neytendum

Fréttir í sama dúr

Smálánabaráttan

Framboð til stjórnar og formanns

Nýtt símkerfi

Samkeppni slátrað – um hvað snýst málið?

Hópmálsókn í Evrópu vegna öndunarvéla frá Philips

Vaxtamálið – fyrning krafna

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.