Fréttir

Hvíttunartannkrem virka ekki

Framboð á svokölluðu „whitening“ tannkremi hefur aukist mikið enda slá fæstir hendinni á móti bjartara brosi. Evrópsk neytendasamtök gerðu nýlega gæðakönnun á tannkremstegundum sem lofa hvítari tönnum og hægt er að kaupa í verslunum. Það er skemmst frá því að segja að engin tegund stendur undir nafni.
Könnunin var framkvæmd þannig að hver tannkremstegund var notuð af 30 manns frá 18 – 65 ára í einn mánuð. Lítill sem enginn munur sást á tönnum tilraunadýranna eftir mánaðarnotkun. Einnig var svokallað „slitgildi“ mælt, þ.e. hversu mikið tannkremið slítur eða eyðir glerungnum. Flestar tegundir voru með frekar hátt slitgildi.
Það er því alls ekki ástæða til að eltast við tannkremstegundir sem lofa hvítari tönnum og borga jafnvel hærra verð fyrir vikið. Í ljósi þess að engin tegund stenst fullyrðingar sem settar eru fram á umbúðum hafa sænsku neytendasamtökin farið fram á að markaðssetning á þessum hvíttunartannkremum í Svíþjóð verði stöðvuð.

Fréttir í sama dúr

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Bannað að auglýsa dýr lán

Þetta þarftu að vita um Temu

Tímamótadómur EFTA-dómstólsins

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.