Fréttir

Mætingarskylda óheimil

Neytendasamtökin hafa um árabil gagnrýnt flugfélög sem beita skilmálum um mætingarskyldu (No-show terms). Samtökin sendu erindi til Neytendastofu um mitt ár 2021 og fóru fram á að stofnunin tæki málið til skoðunar, en fjölmörg hafa haft samband við samtökin vegna mætingarskyldunnar, sem tíðkast ekki í neinum öðrum viðskiptum. Ákvörðun Neytendastofu liggur nú fyrir.

Icelandair hefur nú breytt skilmálum sínum og framkvæmd og beitir ekki lengur mætingarskyldunni, en gerir farþegum að tilkynna um að þeir muni ekki nýta fluglegg með fyrirvara, auk þess sem félagið áskilur sér rétt til að innheimta skrópgjald.  Þá hirtir Neytendastofa Icelandair einnig fyrir óskýra framsetningu skilmálanna

Hvað er mætingarskylda?

Nýti farþegi sér ekki fluglegg, áskilja sum flugfélög sér rétt til að fella niður, án endurgreiðslu, alla flugleggi sem eftir koma og jafnvel án þess að láta farþega sína vita. Sem dæmi: Farþegi kaupir flug á áfangastað og til baka aftur, allt í einni bókun. Farþeginn flýtir ferðinni út, seinkar henni, missir af flugi eða einhverra hluta vegna mætir ekki í fyrri legg. Þrátt fyrir að hafa að fullu greitt fyrir báða leggi bókunar, þar á meðal þann sem var ekki nýttur, er farþega meinað að nýta seinni fluglegginn.

Að mati Neytendasamtakanna eru skilmálar um mætingarskyldu verulega ósanngjarnir og þekkja samtökin þekkjast engin önnur dæmi um að neytendum sé refsað fyrir að nýta ekki hluta þjónustu sem þeir hafi þó þegar greitt fyrir og telja þessa viðskiptahætti út úr öllu korti. Ekki fæst séð að flugfélög verði fyrir tapi vegna þessa. Þvert á móti lítur út fyrir að flugfélög selji öðrum þau flugsæti sem farþegi hefur þegar greitt en nýtir ekki.

Skrýtið skrópgjald

Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Neytendastofu og telja hana mikilvægan sigur fyrir neytendur. Að sama skapi lýsa samtökin yfir furðu vegna yfirlýsinga um að leggja eigi á skrópgjald á neytendur sem ekki mæta í flug og telja slíkt verulega ósanngjarnt. Skrópgjaldi er ætlað að vega upp á móti tekjumissi, til dæmis mæti viðskiptavinur ekki í klippingu, verður hársnyrtirinn af tekjum vegna þess. Í tilfelli flugs er neytandi búinn að greiða fyrir þjónustuna og verður ekki séð að flugfélag verði af tekjum vegna þess. Neytendasamtökin hvetja félaga og aðra sem verða krafnir um slíkt skrópgjald til að hafa samband við samtökin og munu þau láta reyna á réttmæti þess.

Deila frétt:

Fréttir í sama dúr

Tjón vegna samráðs metið á 62 milljarða króna

Einbeittur síbrotavilji CC bílaleigu ehf.

Bílaleiga lykill bílhurð

Ályktanir stjórnar

Ns merki

Stuðningur við leigjendur í Grindavík

Creditinfo á svig við starfsleyfi?

Staða grindvískra leigjenda

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.