Gisting

Engin sérstök lög gilda um hótelbókanir - heldur eru það skilmálar bókunarinnar sem gilda.

Skilmálar bókunar gilda

Á hverju ári berast alltaf einhverjar kvartanir frá ósáttum viðskiptavinum hótela, en sem betur fer er það þó ekki algengt. Yfirleitt eru engin sérstök lög sem gilda um hótelbókanir, heldur eru það skilmálar bókunarinnar sjálfrar sem gilda.

Hótelherbergið ekki í þeim gæðum sem bókunin kveður á um

Hótelherbergi og aðbúnaður á að vera í þeim gæðum sem kveðið er á um í bókuninni. Ef þannig hefur verið greitt fyrir t.d. stærra rúm eða útsýni þá þá viðskiptavinurinn að fá það sem hann greiddi fyrir. Stundum er fyrirvari um að hótelið geti ekki tryggt að viðskiptavinur fái þá aðstöðu sem kveðið er á um í bókuninni, en ef greitt hefur verið sérstaklega fyrir slíkt þá ætti hótelið að endurgreiða viðskiptavini sínum mismuninn á því hótelherbergi sem bókað var og því sem það afhenti.

Hótelið gat ekki afhent herbergi samkvæmt bókun

Ef gerður hefur verið samningur við hótelið um afhendingu á hótelherbergi en hótelið getur ekki af einhverjum ástæðum afhent herbergi þá á hótelið að endurgreiða viðskiptavini sínum bókunina.

 

Hótelgisting bókuð í gegnum bókunarsíður

Færst hefur í vöxt að neytendur bóki hótelgistingu í gegnum þriðja aðila bókunarsíður en ekki beint af hótelunum sjálfum. Það getur bæði verið vegna þess að það er í einhverjum tilvikum hagstæðara að bóka gistingu í gegnum slíkar bókunarsíður eða þá að neytendum finnst þægilegra að finna gistingu með þeim hætti.

Í slíkum tilvikum getur réttarstaðan verið aðeins snúnari ef upp koma vandamál. Þannig getur þurft að skoða hvort sá sem er ábyrgur sé hótelið sjálft eða bókunarsíðan. Almennt er það svo að bókunarsíður fyrra sig ábyrgð í skilmálum sínum á gæðum hótelgistingarinnar og líta almennt á sig sem milligönguaðila á milli neytandans og gistiaðilans. Ef upp kemur ágreiningur um gæði þá eru neytendum gjarnan bent á að hafa samband við gistiaðilann. Margar bókunarsíður bjóða þó aðstoð við að leysa slíkan ágreining. Ef staðfest bókun kemst ekki til skila frá bókunaraðila til hótelsins og neytandinn getur þannig ekki fengið gistinguna afhenda þá er ábyrgðin þó líklega á bókunaraðilanum sökum þess að hann gekk ekki frá bókuninni við gistiaðilann líkt og honum bar að gera.

Ef gerður hefur verið samningur við hótelið um afhendingu á hótelherbergi en hótelið getur ekki af einhverjum ástæðum afhent herbergi þá á hótelið að endurgreiða viðskiptavini sínum bókunina.

 

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Eftir úttekt heilbrigðisfulltrúa í Danmörku fær fyrirtækið einkunn í formi broskarls. Kerfið hefur reynst vel enda eykur það gagnsæi.
Основна інформація Споживач має право повернути товар та отримати повернення грошових коштів
Þrátt fyrir að hægt sé að bæta umferðaröryggi sitja sjálfsagðar úrbætur oft á hakanum

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.