Skráargatið – norræn merking

Matvörur með Skráargatinu þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði.

Skráargatið er er eina opinbera næringargildismerkingin hér á landi. Það er samnorrænt merki sem hefur það markmið að hjálpa neytendum að velja einfaldan hollari matvöru. Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar magn fitu, sykur, salts og trefja. Þannig má magn fitu sykurs og salts ekki vera hærra en ákveðið viðmið og í vörum með heilkorni má magn trefja ekki vera lægra en viðmiðið segir til um. Það eru því einungis matvörur sem standast strangar kröfur Skráargatsins sem fá að bera merkið.

Viðmið eru til yfir fjölmarga vöruflokka svo sem brauð og hrökkkex, mjólkurvörur og tilbúna rétti en einnig er merkið notað á óunnar vörur eins og hnetur, ávexti, ber, kjöt og fisk. Það er ekki notað á vöruflokka eins og sælgæti, kex, kökur, kartöfluflög og ís þar sem þær standast ekki hollustuviðmið.

Skráargatið er valkvætt en það þýðir að framleiðendum er frjálst að nota merkið á þær vörur sem uppfylla skilyrðin.

Skráargatið var sett á fót í Svíþjóð árið 1989 og varð síðan að samnorrænu merki þegar Svíþjóð, Noregur og Danmörk tóku það upp árið 2009. Neytendasamtökin börðust fyrir því að merkið yrði tekið upp hér á landi og sendu ítrekuð erindi á stjórnvöld. Skráargatið var svo innleitt árið 2013.

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa eftirlit með því að reglum Skráargatsins sé fylgt.

Sjá meira um Skráargatið

 

 

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Neytendasamtökin hafa í gegnum árin staðið með neytendum gegn smálánaóværunni. Sú barátta hefur verið bæði löng og ströng.
Eftir úttekt heilbrigðisfulltrúa í Danmörku fær fyrirtækið einkunn í formi broskarls. Kerfið hefur reynst vel enda eykur það gagnsæi.
Þrátt fyrir að hægt sé að bæta umferðaröryggi sitja sjálfsagðar úrbætur oft á hakanum

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.