Upprunaland matvæla

Ekki er skylt að merkja upprunaland matvöru nema í undantekningartilfellum.

Eftir því sem neytendur búa yfir meiri upplýsingum um vörur því auðveldara eiga þeir með að taka upplýsta ákvörðun. Upprunamerkingar, sér í lagi matvöru, eru meðal þess sem neytendur kalla eftir. Neytendur eiga hins vegar aðeins rétt á upplýsingum um upprunaland matvöru í ákveðnum tilvikum:

Matjurtir. Hér undir falla til dæmis kartöflur, agúrkur, tómatar, laukur, ólífur, sveppir, kál, spínat, kryddjurtir og jarðaber. Sjá allan listann undir 8. gr.

Nautgripakjöt. Ekki þarf þó að merkja uppruna ef um er að ræða innmat, unnar kjötvörur, hakk og blandað öðrum kjöttegundum eða nautakjöt í kryddlegi. Sjá nánar.

Svínakjöt, kinda- og geitakjöt og alifuglakjöt. Krafan um upprunamerkingu nær einungis yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. Um leið og kjötið hefur verið kryddað eða blandað með aukefnum gildir krafan um upprunamerkingar ekki. Sjá nánar.

Hunang. Ekki þarf að merkja upprunaland hunangs en ef hunangstegundum er blandað saman þarf að upplýsa hvort uppruni vörunnar sé innan Evrópusambandsins eða utan. Sjá hér.

Aðrar vörur er ekki skylt að merkja með upprunamerkingu. Hins vegar má ekki villa um fyrir neytendum, t.d. gefa í skyn að vara sé íslensk ef hún er það ekki.

Íslenskt staðfest

Íslenskt staðfest er upprunamerking á íslenskar búvörur. Aðeins er heimilt að nota merkið á hráefni, og fullunna afurð sem er framleidd og pakkað á Íslandi. Kjöt, egg, sjávarafurðir og hrámjólk skal í öllum tilfellum vera 100% íslenskt. Í samsettum eða unnum matvælum skal a.m.k. 75% innihaldsefna vera íslensk. Upplýsingar um merkinguna má finna hér.

Íslenskt Staðfest

Hér má sjá skýrslu starfshóps um betri merkingar á matvæli.

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Aukefni geta verið allt frá mjög umdeildum efnum sem eru leyfð í einstaka vörum yfir í mjög örugg efni. Kynntu þér málið.
Neytendasamtökin hafa í gegnum árin staðið með neytendum gegn smálánaóværunni. Sú barátta hefur verið bæði löng og ströng.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.