Summer beach concept. Summer holidays design template for promo poster, web banner, social media and mobile apps. Paper cut tropical beach top view background with umbrella, flip flops and beach towel
Neytendastofa hefur birt ákvörðun í máli gagnvart ferðaskrifstofunni Tripical sem varðar verðhækkanir á pakkaferðum.
Ferðaskrifstofan tilkynnti útskriftarnemendum um hækkanir á útskriftarferðum í maí sl. með þeim rökum að eldsneytisverð hefði hækkað. Neytendasamtökin töldu að viðbótargjald ferðaskrifstofunnar uppfyllti ekki öll skilyrði pakkaferðalaga fyrir verðhækkunum. Samtökin bentu því ferðaskrifstofunni á að verðhækkunin væri að öllum líkindum óheimil og sendu auk þess ábendingu á Neytendastofu. Ferðaskrifstofan svaraði ekki erindi Neytendasamtakanna en nú liggur niðurstaðan fyrir; verðhækkunin var óheimil.
Neytendasamtökin hvetja því þá útskriftanemendur sem hafa innt greiðsluna af hendi að setja sig í samband við ferðaskrifstofuna og óska eftir endurgreiðslu.
Hægt er að gera það með því að senda póst á netfang ferðaskrifstofunnar hallo@tripical.com og hafa Neytendasamtökin með í afriti ns@ns.is
Hér að neðan má finna tillögu að slíkum pósti.
Góðan dag.
Ég (nafn), (kennitala) innti af hendi greiðslu að fjárhæð (kr.) þann (dagsetning greiðslu) til Tripical í kjölfar tilkynningar um verðhækkun á ferð minni með ferðaskrifstofunni.
Neytendastofa hefur nú í ákvörðun sinni nr. 19/2022 komist að þeirri niðurstöðu að verðhækkunin hafi verið óheimil og fer ég því fram á fulla endurgreiðslu sem allra fyrst.
Fjárhæðina má leggja inn á eftirfarandi reikning;
(reikningsupplýsingar)
Afrit sent Neytendasamtökunum til upplýsinga.
Vinsamlegast staðfestið móttöku og staðfestingu á endurgreiðslu.
(Nafn)
Hvað varðar þá nemendur sem ekki hafa greitt umrædda kröfu ráðleggjum við þeim að fylgjast með hvort krafan verði fjarlægð á næstu dögum en ef svo er ekki væri unnt að senda álíka póst á ferðaskrifstofuna og fara fram á að það verði gert.