Fréttir

Plastdrasl

Alþjóðadagur neytendaréttar er haldinn hátíðlegur um allan heim þann 15. mars ár hvert.

Þennan mikilvæga alþjóðadag má rekja til ársins 1962 en 15. mars það ár var John F. Kennedy Bandaríkjaforseti fyrstur þjóðarleiðtoga til að lýsa því formlega yfir að neytendur hefðu grundvallarréttindi. Alla tíð síðan hefur dagurinn verið helgaður baráttunni fyrir bættum neytendarétti og er markmið dagsins ekki síst að vekja stjórnvöld og almenning til umhugsunar um neytendarétt og neytendamál yfir höfuð.

Í ár er sjónum beint að plastmengun en framleiðsla og neysla á plasti, sérstaklega einnota plasti, er ósjálfbær, skaðar umhverfi og er heilsuspillandi. Samkvæmt Alþjóðasamtökum neytenda (Consumer International) sýna kannanir að neytendur hafa auknar áhyggjur af plastmengun og sífelt fleiri gera sér far um að minnka plastneyslu með öllum ráðum.

Til að ná tökum á vandann þarf að ráðast í gagngerar aðgerðir á öllum stigum og tryggja að sjálfbær neysla verði ætíð hið auðvelda val.

Á Alþjóðadegi neytendréttar í ár hafa Alþjóðasamtök neytenda ákveðið að leggja áherslu á sjö atriði: Endurskoða, hafna, spara, endurnýta, endurvinna, endurbæta, endurskapa (e. Rethink, Refuse, Reduce, Reuse, Recycle, Repair and Replace).

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir: „Alvarleiki skaðsemi plasts felst ekki bara í því sem sést með berum augum, þó það sé oft þungbært, heldur einnig í hormónatruflunum sem það veldur dýrum og mönnum. Því er beinlínis lífsnauðsynlegt að draga úr plastnotkun sem helst er kostur og að það plast sem nauðsynlegt er að nota verði endurunnið á ábyrgan hátt. Enginn má skorast undan í baráttunni við plastbölið.“

Helena Leurent formaður Alþjóðasamtaka neytenda segir í tilefni af alþjóðadeginum: „Plastmengun er eitt brýnasta mál samtímans. Vitund um plastkrísuna fer vaxandi um heim allan og neytendur gegna lykilhlutverki í að þrýsta á um mikilvægar breytingar til batnaðar. Það verður að styðja við neytendur svo þeir geti haft áhrif á fyrirtæki og stjórnvöld til að tryggja sjálfbæra neyslu sem er aðgengileg öllum“.

Fréttir í sama dúr

Smálánabaráttan

Framboð til stjórnar og formanns

Nýtt símkerfi

Samkeppni slátrað – um hvað snýst málið?

Hópmálsókn í Evrópu vegna öndunarvéla frá Philips

Vaxtamálið – fyrning krafna

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.