Fréttir

Skýrsla um smálánafyrirtæki

Fyrir um ári síðan sendu Neytendasamtökin erindi á stjórnvöld og kröfðust þess að gripið yrði til aðgerða gagnvart smálánafyrirtækjum. Að mati samtakanna eru starfshættir þessara fyrirtækja fyrir neðan allar hellur. Um langa hríð hafa þau komist upp með að stunda ólöglega lánastarfsemi sem engin leið virðist vera að stöðva þrátt fyrir bæði afskipti eftirlitsstofnana og dómstóla.

Eftir að Neytendasamtökin sendu erindið setti ráðherra neytendamála, Þórdís Kolbrún, á fót starfshóp sem skyldi endurskoða starfsumhverfi smálánfyrirtækja. Hópurinn hefur nú skilað skýrslu þar sem lagðar eru fram tillögur í 12 liðum. Neytendasamtökin telja afar mikilvægt að þeim verði hrint í framkvæmd hratt og vel. Fyrirtæki eiga ekki að komast upp með að stunda ólöglega lánastarfsemi og valda neytendum fjárhagslegum skaða líkt og tilfellið hefur verið með smálánafyrirtækin.

Fréttir í sama dúr

Smálánabaráttan

Framboð til stjórnar og formanns

Nýtt símkerfi

Samkeppni slátrað – um hvað snýst málið?

Hópmálsókn í Evrópu vegna öndunarvéla frá Philips

Vaxtamálið – fyrning krafna

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.