Spurt og svarað

Þær eru margar spurningarnar sem brenna á fólki þegar kemur að rétti þeirra sem neytendur. Þegar leitað er til okkar hér í Neytendasamtökunum er oftar en ekki komin upp ágreiningsstaða. Hér svörum við helstu spurningum sem brenna á félagsmönnum okkar og þeim sem hringja beint til samtakanna.  

Félagsmenn okkar hafa aðgang að ráðgjöf hjá lögfræðingum okkar um sértæk mál. Ekki er greitt aukalega fyrir þá þjónustu, einungis félagsgjöld sem eru 6.500 krónur á ári. Hægt er að gerast félagsmaður hér.

Almennt er reglan sú að ef neytandi getur ekki nýtt þjónustu sem hann hefur borgað fyrir á hann rétt á endurgreiðslu. Sjá nánar hér.

Mikið hefur verið spurt um þetta upp á síðkastið – eftir að flug og pakkaferðir lögðust af í tengslum við Covid-19. Gott er að hafa í huga að þú átt rétt á endurgreiðslu en getur líka valið að fá inneignarnótu. Við mælum þó með endurgreiðslu – því ef allt fer á versta veg eru gjafabréf og inneignanótur verðlausar kröfur. Nánar hér.

Ef seljandi svarar ekki og þú ert félagi í Neytendasamtökunum skaltu hafa samband á ns[hja]ns.is og við förum yfir málið með þér.

Það er því miður svo að inneignarnótur og gjafabréf fara aftast í kröfubunkann þegar fyrirtæki fara í þrot og í flestum tilfellum sitja neytendur uppi með sárt ennið. Við hvetjum því fólk til að liggja ekki lengi á gjafabréfum og inneignarnótum.

Við kaup á netinu, eða í annarri fjarsölu, er reglan almennt sú að það er 14 daga skilafrestur. Að öðru leyti er skilafrestur á vöru háður samkomulagi við seljanda. Nánar hér.

Svokölluð tilkynningar- og greiðslugjöld eru ekki ólögleg en Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þessa gjaldheimtu og telja eðlilegt að allur kostnaður, einnig innheimtukostnaður, sé inni í verði á vöru eða þjónustu.

Það er mjög erfitt að svara þessari spurningu. Sum símafyrirtæki leika þann leik að bjóða nýjar og ódýrari þjónustuleiðir en skilja gamla viðskiptavini eftir í eldri og dýrari leiðum. NS mæla með að neytendur leiti reglulega tilboða í símaþjónustu sína.

Félagsmenn geta leitað til neytendasamtakanna, öðrum er bent á að skoða hér

Erfitt er að fjalla almennt um einstaka mál en hér er hægt að fá allar upplýsingar um húsaleigu á heimasíðu leigjendaaðstoðarinnar 

Neytendasamtökin reka Leigjendaaðstoðina. Símatími hennar er frá 12:30-15:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Eins er hægt að senda tölvupóst ns[hja]ns.is

Erfitt er að fjalla almennt um einstaka mál en hér er hægt að fá allar upplýsingar um húsaleigu á heimasíðu Leigjendaaðstoðarinnar

Neytendasamtökin reka Leigjendaaðstoðina. Símatími hennar er frá 12:30-15:00 á þriðjudögum og fimmtudögum. Eins er hægt að senda tölvupóst ns[hja]ns.is

Það þarf að vega og meta og fer að miklu leyti eftir því hvernig námskeiðið var auglýst.  

Deildu: