Fréttir

Stuðningur við leigjendur í Grindavík

Neytendasamtökin vekja athygli á breytingum sem gerðar voru á húsaleigulögunum í vikunni, á þá leið að leigjendur eiga rétt á hlutfallslegum afslætti af leigugjaldi vegna afnotamissis á leiguhúsnæðis vegna opinberra fyrirmæla um brottflutning af hættusvæði.

Frá því Grindavík var rýmd hafa leigjendur og leigusalar leitað til Leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna og spurst fyrir um réttarstöðu sína. Hafa margir leigusalar beðið eftir tilmælum um það hvernig haga beri leigu brottfluttra Grindvíkinga. Telja samtökin breytingarnar því jákvæðar og senda skýr skilaboð. Markmið laganna er að „lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði til íbúðar utan Grindavíkur“ með sértækum stuðningi.

Neytendasamtökin fagna breytingunni enda hefur staða leigjenda verið fremur óljós hingað til eins og samtökin hafa áður fjallað um.

Breytingin kemur í veg fyrir óvissu í framtíðinni skapist álíka aðstæður en þær eru líka afdráttarlausar.

Í 1. málslið 35. gr. segir:

 Nú verður leigjandi fyrir afnotamissi af hinu leigða húsnæði um lengri tíma vegna opinberra fyrirmæla um brottflutning fólks af hættusvæði þar sem húsnæðið stendur og skal leigusali þá bæta leigjanda það með hlutfallslegum afslætti af leigugjaldi vegna þess tíma sem afnotamissirinn varði eða á annan hátt sem aðilar koma sér saman um. 

Fréttir í sama dúr

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Bannað að auglýsa dýr lán

Þetta þarftu að vita um Temu

Tímamótadómur EFTA-dómstólsins

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.