Fréttir

Tollalækkanir skili sér til neytenda

Nú í maí tekur gildi tvíhliða tollasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins. Þetta þýðir að tollur á fjölmörgum innfluttum vöruflokkum fellur niður en í einhverjum tilfellum lækka tollar verulega. Þá hafa tollkvótar verið auknir en tollkvóti er ákveðið magn af vöru sem flutt er til landsins á lægri eða engum tollum.

Tollkvótar fyrir svokallaða sérosta eru stórauknir en það eru ostar sem skráðir eru í samræmi við reglur um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Dæmi um slíkan ost er Parmesan. Þessir tollkvótar verða ekki boðnir út eins og venja er sem þýðir að afnám tollanna ætti að skila sér beint til neytenda.

Neytendur ættu að verða varir við einhverjar verðlækkanir fljólega og ekki síður þegar fram í sækir. Neytendasamtökin fagna þessum áfanga sem vonandi skilar sér í meira vöruúrvali og lægra verði. Samtökin leggja jafnframt áherslu á að seljendur skili verðlækkunum hratt og vel til neytenda.

Fréttir í sama dúr

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Bannað að auglýsa dýr lán

Þetta þarftu að vita um Temu

Tímamótadómur EFTA-dómstólsins

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.