Fréttir

Tollkvótar á kjöti verði reiknaðir án beins

Neytendasamtökin og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna harðlega boðaðar breytingar á úthlutun tollkvóta þar sem lagt er til að innflutningur á kjöti verði reiknaður sem kjöt með beini en ekki hreint kjöt eins og nú er gert. Samtökin hafa óskað eftir upplýsingum frá atvinnuvegaráðuneytinu um það hvernig staðið hafi verið að útreikningum á tollkvótum á kjöti allt frá því að fyrri samningar við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum voru gerðir árið 2007. Samtökin telja mikilvægt að fá úr því skorið hvort slíkir kvótar á kjöti hafi til þessa verið reiknaðir með beini eða án. Sjá erindi samtakanna hér. Ljóst er að boðuð breyting mun fela í sér verulega skerðingu á því magni sem nú er heimilað að flytja inn samkvæmt tollkvótum eða um allt að þriðjung. Ávinningur neytenda yrði því mun minni en gert var ráð fyrir sem er að mati samtakanna óásættanlegt. Tilgangur hinna auknu tollkvóta er tvíþættur. Annars vegar að veita neytendum aðgang að meira vöruúrvali á samkeppnishæfu verði. Hins vegar að veita innlendri framleiðslu samkeppnislegt aðhald. Með þeim áformum sem stjórnvöld hafa nú kynnt taka stjórvöld þrönga sérhagsmuni enn á ný fram yfir heildarhagsmuni.

Fréttir í sama dúr

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Framboð til stjórnar og formanns

Nýtt símkerfi

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.