Fréttir

Vaxtamálið – fyrstu dómar í héraði

Þann 7. febrúar 2023 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp úrskurð í tveimur af sex dómsmálum í Vaxtamálinu svokallaða. En það snýst um að Neytendasamtökin telja skilmála og framkvæmd vaxtaákvarðana velflestra lána með breytilegum vöxtum ganga gegn íslenskum lögum og þeim Evróputilskipunum sem lögin eru byggð á.

Arion banki var í héraði dæmdur sýkn saka, en Landsbankanum var gert að endurgreiða viðskiptavinum sínum á þriðja hundrað þúsund króna, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Þó dómur gegn Landsbankanum virðist við fyrstu sýn vel grundaður, er taumur bankans dreginn þegar kemur að endurútreikningi vaxtanna og bankanum gert að endurgreiða viðskiptavinum sínum lægstu mögulegu upphæð. Þá virðist dómur gegn Arion banka á misskilningi byggður en í úrskurðarorðum segir meðal annars að lánaskilmálar þurfi ekki að kveða á um forsendur vaxtabreytinga út í hörgul.

Þó dómurinn bendi réttilega á að skilmáli Arion banka “sé ekki til þess fallinn að varpa skýru ljósi á það hvers vega vextir taka breytingum hverju sinni og hvaða rök búa að baki hverri breytingu fyrir sig” þá gengur ákvörðun héraðsdóms um að ógilda ekki skilmálann þvert á þau viðmið sem Evrópudómstólinn hefur mótað, og sem íslenskir dómstólar eiga að taka mið af við úrlausn mála sem byggja á EES reglum sem leiddar hafa verið í íslensk lög.

Fastlega má gera ráð fyrir að niðurstöðu Héraðsdóms verði áfrýjað til æðra dómsstigs í báðum málunum.

Dómana má nálgast hér:

Mál Landsbankans

Mál Arion banka

Fréttir í sama dúr

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Bannað að auglýsa dýr lán

Þetta þarftu að vita um Temu

Tímamótadómur EFTA-dómstólsins

Neytendablaðið komið út

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.