Fréttir

Afnám tolla á neysluvörum

Neytendasamtökin fagna hugmyndum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja af tolla á fölmörgum vörum, svo sem á fatnaði.

Neytendasamtökin harma að ekki sé um leið afnumdir tollar á öllum matvörum. Ef bæta á stöðu heimilanna með afnámi tolla er það best gert með afnámi tolla á matvörur.

Neytendasamtökin ítreka því að löngu er tímabært að allir tollar verði lagðir af á heimilisvörum.

Að fenginni reynslu er mikilvægt að stjórnvöld tryggi að eftirlit verði varðandi afnám tolla svo tryggt sé að aðgerðin skili sér til neytenda.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.