Neytendablaðið hefur komið út reglulega frá árinu 1953 að einu ári undanskildu. Allir félagsmenn í Neytendasamtökunum fá Neytendablaðið sent til sín og kemur það út 2 sinnum á ári.
Neytendasamtökin reka sérstaka leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis samkvæmt samningi við félagsmálaráðuneytið. Þjónustan er leigjendum að kostnaðarlausu.
Neytendasamtökin sjá um rekstur Evrópsku neytendaaðstoðarinnar á Íslandi (ENA). Þeir sem eiga í deilum við seljendur yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins geta fengið aðstoð.