Úrskurðarnefndir

Það er mikilvægt fyrir neytendur að geta leitað til úrskurðaraðila ef ekki næst lausn í ágreiningsmálum við seljendur. 

Með lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála er tryggt að til staðar séu ódýrar, skilvirkar og fljótlegar leiðir fyrir neytendur til að leita til úrskurðaraðila varðandi hin ýmsu ágreiningsmál. 

Hér að neðan má finna lista yfir viðurkenndar og lögbundnar úrskurðarnefndir.

Tekur við öllum kvörtunum frá neytendum sem varða fyrirtæki hér á landi ef aðrar nefndir hér að neðan eiga ekki við.

www.kvth.is

Ef flugfarþegar lenda í flugröskun vegna flugs sem tekur á loft hér á landi geta þeir leitað til Samgöngustofu – sem er eftirlitsaðili með reglugerð um réttindi flugfarþega.

Kvarta til Samgöngustofu

 

Nefndin fjallar um ágreining um bótaskyldu, þar með talið sök og sakarskiptingu milli neytenda og vátryggingafélags.

www.nefndir.is

Nefndin tekur til meðferðar mál sem varða réttarágreining milli seljanda annars vegar og viðskiptamanns hins vegar í tengslum við kaup á fjármálaþjónustu, enda sé til staðar samningssamband milli aðila. 

www.nefndir.is

Úrskurðarnefnd bílgreina úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda um hverskonar kvartanir frá neytendum, bæði innanlands og yfir landamæri, vegna kaupa á vöru og/eða þjónustu af fyrirtækjum innan Bílgreinasambandsins. 

https://www.bgs.is/urskurdarnefnd

Hvað er hægt að kæra til kærunefndar húsamála?

  1. Ágreining milli leigjenda og leigusala um framkvæmd og/eða gerð leigusamnings samkvæmt húsaleigulögum, nr. 36/1994.
  2. Ágreining milli eigenda í fjöleignarhúsum sem þarf að varða réttindi þeirra og skyldur samkvæmt lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994.
  3. Ágreining sem upp kann að koma á milli leigusala og leigutaka lóða undir hús í frístundabyggð til nefndarinnar. Einnig er hægt að bera undir nefndina ágreiningsefni um réttindi og skyldur í frístundabyggð, sbr. lög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús, nr. 75/2008.

 

Heimasíða nefndar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.