Vaxtamálið

Hefur þú tekið lán með breytilegum vöxtum? Neytendasamtökin láta nú reyna á réttmæti þessara lána.
Þú gætir átt kröfu um endurgreiðslu. Það er ekki of seint að taka þátt!
Ath! Hér má sjá upplýsingar um aðgerðir til að slíta fyrningu.
 

Skilmálar velflestra lána eru ólöglegir að mati Neytendasamtakanna, þar sem ákvarðanir um vaxtabreytingar eru verulega matskenndar og ógegnsæjar og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar. Neytendasamtökin stefndu bönkunum þremur í sex dómsmálum  sem þau telja fordæmisgefandi fyrir velflest lán (sjá hér). 

23. júní 2022 Héraðsdómur vísaði álitaefni til EFTA dómstólsins.

7. febrúar 2023 Héraðsdómur kvað upp dóma í tveimur málum. Þeim var áfýjað til Landsréttar. 

1. mars 2023 Lögmannsstofan sendir þátttakendum upplýsingar og leiðbeiningar

mars og júní 2023 Málflutningur fyrir EFTA-dómstólnum í málum gegn Landsbankanum og Íslandsbanka.

25. maí 2023 Héraðsdómur sýknaði Íslandsbanka í einu málanna. Dómnum var áfrýjað.

24. maí 2024 EFTA-dómstóllinn tekur undir með Neytendasamtökunum í ráðgefandi áliti til Héraðsdóms.

18. september 2024 Staðan í Vaxtamálinu.

Neytendasamtökin telja skilmála um breytilega vexti í velflestum lánasamningum á Íslandi ekki standast lög. Samtökin kröfðu bankana um lagfæringu skilmála sinna um breytilega vexti í lánasamningum og leiðréttingu á hlut þeirra lántaka sem hallað hefur verið á með vaxtabreytingum sem standast ekki ákvæði laga (sjá hér). Bankarnir höfnuðu kröfum Neytendasamtakanna þrátt fyrir fjölmarga dóma og úrskurði sem allir hafa fallið á sama veg: óskýrir skilmálar og einhliða vaxtabreytingar er fyrirkomulag sem stenst ekki lög.

Neytendasamtökin telja að þetta mál varpi skýru ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja einhliða og ósanngjarna skilmála. Neytendur eru ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Neytendasamtökin voru stofnuð til að standa vörð um rétt neytenda. Í þessu máli er um gríðarlega hagsmuni að ræða fyrir neytendur og aðstöðumun, og því hafa samtökin ákveðið að hefja dómsmál gegn bönkunum til að fá fordæmi fyrir alla lántaka og þar af leiðandi, alla neytendur í heild. Samhliða hvetja samtökin alla lántaka til að gera kröfur á lánastofnun sína til að verja stöðu sína.

Neytendasamtökin hvetja alla lántaka til þátttöku! Saman jöfnum við leikinn og stöndum á rétti okkar. Þú gætir líka átt rétt á endurgreiðslu!

Neytendasamtökin hafa stefnt bönkunum, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum verður stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum en bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína.

Taktu þátt og jöfnum leikinn!

Neytendasamtökin kröfðu bankana um lagfæringu skilmála sinna og leiðréttingu á hlut þeirra lántaka sem hallað hefur verið á.

Bankarnir höfnuðu kröfum Neytendasamtakanna og hafa samtökin því efnt til liðssöfnunar með það fyrir augum að aðstoða lántaka við að leita réttar síns og fá endurgreidda þá fjármuni sem bankarnir hafa haft af þeim með ólögmætum hætti.

Neytendasamtökin hafa þegar farið með sex mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum hefur verið stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum. En bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína.

Af hverju er mikilvægt að ég taki þátt?
  • Það er mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn. Í þessu máli þarf að fá afgerandi niðurstöðu.
  • Mögulegur ávinningur, sem getur numið umtalsverðum upphæðum.
  • Ekki er ólíklegt að vextir hækki í framtíðinni og því mikilvægt að fá skýrleika um hvað ræður breytingum á vöxtum lána og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða.
  • Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast.
  • Dráttarvextir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur bönkunum.
Spurt og svarað

Skilmálar velflestra lána með breytilegum vöxtum eru að mati Neytendasamtakanna ólöglegir. Ákvarðanir um vaxtabreytingar eru verulega matskenndar og byggjast á óskýrum skilmálum. Þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort þær séu réttmætar. Neytendasamtökin ætla að stefna bönkunum og leita að lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm án endurgjalds. Jafnframt eru lántakar hvattir til að bregðast við og verja rétt sinn og fjárkröfur.

Neytendasamtökin telja skilmála um breytilega vexti í velflestum lánasamningum á Íslandi ekki standast lög. Samtökin kröfðu bankana um lagfæringu skilmála sinna um breytilega vexti í lánasamningum og leiðréttingu á hlut þeirra lántaka sem hallað hefur verið á með vaxtabreytingum sem standast ekki ákvæði laga (sjá hér). Bankarnir höfnuðu kröfum Neytendasamtakanna þrátt fyrir fjölmarga dóma og úrskurði sem allir hafa fallið á sama veg: óskýrir skilmálar og einhliða vaxtabreytingar er fyrirkomulag sem stenst ekki lög.

Neytendasamtökin telja að þetta mál varpi skýru ljósi á þann aðstöðumun sem neytendur búa gjarnan við. Fyrirtæki sem búa yfir yfirburðar fjárhagsstöðu og þekkingu gera neytendum að samþykkja einhliða og ósanngjarna skilmála. Neytendur eru ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér.

Neytendasamtökin voru stofnuð til að standa vörð um rétt neytenda. Í þessu máli er um gríðarlega hagsmuni að ræða fyrir neytendur og aðstöðumun, og því hafa samtökin ákveðið að hefja dómsmál gegn bönkunum til að fá fordæmi fyrir alla lántaka og þar af leiðandi, alla neytendur í heild. Samhliða hvetja samtökin alla lántaka til að gera kröfur á lánastofnun sína til að verja stöðu sína.

Neytendasamtökin hvetja alla lántaka til þátttöku! Saman jöfnum við leikinn og stöndum á rétti okkar. Þú gætir líka átt rétt á endurgreiðslu!

Neytendasamtökin hafa farið með þrjú mál fyrir dóm, til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum. Bönkunum hefur verið stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum. Með þátttöku tryggir þú eins og frekast er unnt að þú glatir ekki rétti þínum en bara ef þú bregst við og gerir kröfu á lánastofnun þína.

Á undanförnum árum hafa fallið dómar og úrskurðir sem gefa skýrar vísbendingar um að skilmálarnir séu ólöglegir. Má í því sambandi benda á dóm Hæstaréttar frá árinu 2017 þar sem Íslandsbanka var gert að endurgreiða hundruðum lántakenda oftekna vexti, dóma Evrópudómstólsins, og úrskurð Neytendastofu. Öll þessi mál eiga sameiginlegan grunn: óskýrir skilmálar og einhliða vaxtabreytingar er fyrirkomulag sem ekki stenst lög þegar um er að ræða lán til neytenda með breytilegum vöxtum.

Sjá jafnframt frétt á vef Neytendasamtakanna frá 4. september 2020.

Í raun varðar þetta öll lán með breytilegum vöxtum til neytenda, bæði verðtryggð og óverðtryggð, hjá öllum lánastofnunum, bæði húsnæðislán sem og önnur lán, jafnvel þó að ekki hafi reynt á vaxtabreytingar. Lán sem bera „fasta vexti“ hluta lánstímans, til dæmis 3-5 ár, en sem geta tekið breytingum, eru í raun lán með breytilegum vöxtum. Lánin einskorðast ekki við bankana, heldur einnig aðrar lánastofnanir, svo sem lífeyrissjóði og sparisjóði. Þetta verðar einnig lán sem hafa verið greidd upp á síðastliðnum fjórum árum.
Þetta á þó bara við um lán sem veitt hafa verið einstaklingum, ekki lán sem veitt hafa verið fyrirtækjum.

Það er afar mismunandi milli lána hversu háar upphæðir er um að tefla, en líka hvort gengið verði að ítrustu kröfum samtakanna. Neytendasamtökin áætla að upphæðirnar sem um ræðir geti jafnvel numið tugum milljarða alls. Greining ASÍ (https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/verdlagsfrettir/munur-a-styrivoxtum-og-voxtum-af-husnaedislanum-aukist/) á mismun stýrivaxta og vaxta á húsnæðislánum gefur góðar vísbendingar um oftekin vaxtagjöld bankanna.

Til að gefa einhverja hugmynd um hvaða upphæðir er að ræða fyrir hvern og einn lántaka má miða við dæmigert húsnæðislán í dag, sem er 30 m.kr. Hvert oftekið prósentustig í vöxtum nemur því 300.000 kr. á ári. Neytendasamtökin hafa upplýsingar um lán þar sem oftakan var allt að er 2,25 prósentustig eða sem nemur 675.000 kr. á ári miðað við áðurnefnt lán og gefnar forsendur.

Stóra málið er þó það að lántakar séu ekki útsettir fyrir einhliða ákvörðunum um vaxtabreytingar lána sinna í framtíðinni. Eins og spáð var hækkuðu vextir á Íslandi skarpt að loknu Covid samdráttarskeiðinu. Því þarf að vera alveg skýrt hvað ræður vöxtunum, enda um mikla hagsmuni að tefla fyrir lántaka, eins og sést hér að ofan.

  1. Það er mikilvægt að neytendur standi saman og sýni með afgerandi hætti að þeir séu reiðubúnir að sækja rétt sinn. Í þessu máli þarf að fá afgerandi niðurstöðu.
  2. Enginn kostnaður fylgir því að taka þátt, einungis mögulegur ávinningur, sem getur numið umtalsverðum upphæðum.
  3. Ekki er ólíklegt að vextir geti hækkað í framtíðinni. Því er mjög mikilvægt að fá úr því skorið hvað ræður vaxtabreytingum og að hægt verði að sannreyna þær vaxtabreytingar sem kunna að verða.
  4. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast.
  5. Mikilvægt er að bregðast strax við til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda.

Já, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Ef þú tekur þátt (hér) veitirðu Lögfræðistofu Reykjavíkur umboð til að kalla eftir upplýsingum um lán þín hjá lánastofnunum. Komi í ljós að þú sért eða hafir verið með lán með breytilegum vöxtum mun stofan koma þér til aðstoðar. Komi í ljós að þú ert ekki með slíkt lán gerist ekkert. Rétt er að taka fram að flest lán sem veitt eru einstaklingum og heimilum eru með vaxtabreytingarheimild og falla í þann flokk lána sem Neytendasamtökin telja ólögleg.

Nei, þú getur gert þetta á eigin spýtur. Hér er að finna upplýsingar um það.

Neytendasamtökim mæla þó með að við gerum þetta saman. Til að auðvelda fólki að leita réttar síns hafa samtökin samið við Lögfræðistofu Reykjavíkur um að stofan veiti þjónustu gegn árangurstengdri þóknun.  Þjónustan er fólgin í að meta réttarstöðu lántakanda, útreikningum krafna og sendingu kröfubréfa til lánafyrirtækja til að tryggja að dráttarvextir reiknist á kröfuna, veita ráðgjöf um slit fyrningar ef þörf kröfur, og sjá um uppgjör á grundvelli fyrirliggjandi dóma þegar niðurstaða liggur fyrir. Hér er að finna nánari upplýsingar.

Öllum er að sjálfsögðu frjálst að leita til síns lögmanns, á eigin kostnað.

Þóknun er árangurstengd. Það þýðir að ef ekkert fæst innheimt í máli þínu þá greiðir þú ekkert. Þó kann að vera að í einhverjum tilvikum þurfi að slíta fyrningu krafna. Fyrir það er innheimt gjald. Hér er að finna nánari upplýsingar. 

Neytendasamtökin fjármagna rekstur sex mála vegna skilmála þeirra um breytilega vexti fyrir dómi. Valin hafa verið mál sem gefa fordæmi fyrir önnur lán. Það fer eftir niðurstöðum dómsmálanna og viðbrögðum lánveitenda hvort þurfi að fara í fleiri dómsmál til að ná fram rétti neytnenda. 

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein
Gjaldtaka og arðsemi íslensku bankanna - rýnt í ársskýrslur.
Aukefni geta verið allt frá mjög umdeildum efnum sem eru leyfð í einstaka vörum yfir í mjög örugg efni. Kynntu þér málið.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.