Fréttir

Vendingar í Vaxtamálinu

Í Héraðsdómi Reykjavíkur var í dag kveðinn upp úrskurður í Vaxtamálinu, en Neytendasamtökin telja skilmála velflestra lána með svokölluðum breytilegum vöxtum vera ólöglega. Neytendasamtökin hafa  því stefnt Arion banka og Landsbankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og  Íslandsbanka fyrir Héraðsdóm Reykjaness. 

Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem borin eru uppi af félagsgjöldum. Þú getur skráð þig hér!

Lögmenn stefnenda óskuðu eftir að leitað væri ráðgefandi álits EFTA dómstólsins og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að hluta, í einu máli af þremur. Úrlausnarefnið hefur áhrif á öll lán sem tekin eru eftir gildistöku laga um fasteignalán árið 2017. 

„Þetta er stórt skref í þá átt að fá kröfur okkar viðurkenndar, en á undanförnum árum hafa fallið dómar sem gefa skýrar vísbendingar um að skilmálarnir séu ólöglegir, meðal annars hjá Evrópudómstólnum. Hann komst að því að óskýrir skilmálar og einhliða vaxtabreytingar er fyrirkomulag sem ekki stenst lög þegar um er að ræða lán til neytenda með breytilegum vöxtum,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. 

Málinu hefur nú verið frestað hjá Héraðsdómi þar til niðurstaða liggur fyrir hjá EFTA dómstólnum, verði niðurstaðan ekki kærð til Landsréttar. Sú málsmeðferð gæti tekið 6-9 mánuði. Líklegt er að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur liggi ekki fyrir fyrr en eftir um eitt ár.  

Neytendasamtökin hvetja alla lántaka til að skrá sig til leiks til að mögulegar kröfur á hendur bönkunum fyrnist ekki. Skráning og allar nánari upplýsingar er að finna á www.vaxtamalid.is.  

Úrskurðarorðin:

Hafnað er kröfu stefnenda um að leitað verði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna fjögurra tilgreindra spurninga.
Leitað er ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á eftirfarandi:
Er andstætt tilskipun 2014/17/ESB, sbr. einkum ákvæði 24. gr. tilskipunarinnar og eftir atvikum f-lið 2. mgr. 10. gr. tilskipunar 2008/48/EB, sbr. 19. mgr. formálsorða tilskipunar 2014/17/ESB, að í skilmálum fasteignaláns til neytanda, þar sem vextir eru breytilegir, komi fram að vaxtabreytingar taki meðal annars mið af vöxtum Seðlabanka Íslands, vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum lánveitandans, þó þannig að vilji lántaki ekki una slíkum breytingum sé honum heimilt a greiða skuldina upp á þeim kjörum sem gilt hafi fram að fyrirhugaðri breytingu innan 30 daga frá tilkynningu lánveitandans um breytinguna?

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.