Félagar ættu að fá glóðvolgt Neytendablað inn um lúguna á næstu dögum sem að venju er fullt af áhugaverðum neytendafréttum. Við rifjum upp sögu samtakanna í tilefni af 70 ára afmælinu, fjöllum um netsvik og fals-auglýsingar á Facebook, kemísk efni í neysluvörum eða svokölluð PFAS-efni, silíkon-bökunarform, mætingarskyldu á bílaleigum, gæðakönnun á loftsteikingarpottum, reglur um myndbreytingar í Noregi og ýmislegt fleira.