Fréttir

Allt sem þú vildir vita um græna neyslu

Allt sem þú vildir vita um græna neyslu – opinn umræðufundur
6.júní kl.  20-22 að Hverfisgötu 105 Reykjavík

Neytendasamtökin standa fyrir opnum fundi um umhverfismál og neytendamál, fimmtudaginn 6. júní milli 20 og 22. Fundurinn er haldinn á skrifstofu Neytendasamtakanna að Hverfisgötu 105, 105 Reykjavík. Boðið verður upp á kaffi, te og meðlæti.

Á fundinum verða ræddar spurningar eins og hver er ábyrgð neytenda á loftslagsbreytingum og hvernig getum við í sameiningu lagt okkar af mörkum? Er nóg að hætta að nota einnota plast og flokka rusl, eða hvað þarf fleira að koma til? Hvernig forðumst við eiturefni sem eru skaðleg heilsu okkar og umhverfinu? Er hægt að vera grænn neytandi eða er betra að vera enginn neytandi? Og hvað þarf fleira að koma til en græn neysla svo koma megi í veg fyrir hamfarir af völdum loftslagsbreytinga?

Frummælendur:
Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari
Rán Reynisdóttir, hárgreiðslumeistari
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og dagskrárgerðarmaður

Í pallborði sitja einnig Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Fundarstjóri er Sigurður Másson, stjórnarmaður í Neytendasamtökunum. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. 

Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda og tala máli þeirra: www.ns.is

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.