Fréttir

Ályktanir stjórnar

Ns merki

Stjórn Neytendasamtakanna samþykkti eftirfarandi ályktanir á fundi sínum 12. desember:

Raforka á sanngjörnu verði

Núverandi áform stjórnvalda og háværar kröfur einstakra markaðsaðila um breytingar á lögum um raforku fela í sér verulega hættu á verðhækkunum til heimila. Lög skylda sveitarfélög til að afhenda heimilum landsins vatn á viðráðanlegu verði og með afar hóflegri arðsemi. Hið sama á að gilda um raforku. Ríkið hefur þegar skuldbundið sig til þess, sbr. Evróputilskipun 2009/72/ESB.

Stjórn Neytendasamtakanna krefst þess að þingmenn tryggi að þak verði sett á arðsemi raforku til heimila.

Virk samkeppni þarfnast virks eftirlits

Stjórn Neytendasamtakanna krefst þess að þingmenn tryggi fjárframlög til eftirlits á neytendamarkaði. Framlög til Samkeppniseftirlitsins hafa lækkað um tugi prósenta á föstu verðlagi á sama tíma og verkefnin þess hafa aukist. Nýleg dæmi um alvarleg og langvarandi samkeppnislagabrot sýna fram á mikilvægi þess að Samkeppniseftirlitið fái starfað sem skyldi og réttara væri að spýta í lófana fremur en að draga mátt úr því.

Nái tillögur um áframhaldandi niðurskurð fram að ganga mun ábati neytenda og fyrirtækja af samkeppniseftirliti skerðast verulega. Rétt er að minna á að virk samkeppni þarfnast virks eftirlits!

Eldri ályktanir stjórnar má finna hér.



Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.