Fréttir

Ályktun stjórnar Neytendasamtakanna um yfirstandandi dýrtíð

Verðbólga á Íslandi er sú mesta í 12 ár og er að stærstum hluta vegna hækkunar matar, drykkjarvara og húsnæðiskostnaðar. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að halda aftur af henni.

Stjórn Neytendasamtakanna beinir því til forsvarsmanna fyrirtækja að leita allra leiða til að halda aftur af hækkunum. Fyrirtæki verða þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum. Bendir stjórn á að hagnaður banka og margra smásölufyrirtækja var afspyrnugóður í fyrra.

Þá beinir stjórn samtakanna því til stjórnvalda að frysta eða lækka gjaldskrár, og frysta í krónum talið, lækka eða afnema tolla og álögur hið snarasta.

Neytendur þurfa að standa saman, og vera á varðbergi gegn óeðlilegum verðhækkunum.

Fréttir í sama dúr

Aðalfundur 10. apríl

Bætur vegna „þjálfunarflugs”

Flug flugvélarvængur

Málaskrá vor 2025

Framboð til stjórnar

Fast lágt raforkuverð í Noregi

Leynast mikilvægt skilaboð á island.is?

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.