Fréttir

Ályktun stjórnar – stýrivaxtahækkun

Stjórn Neytendasamtakanna harmar nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans og telur að hún muni koma harðast niður á þeim sem síst skyldi. Telur stjórnin ótækt að umsvif í atvinnulífinu og góð afkoma fyrirtækja bitni á neytendum í formi hárra stýrivaxta, sem eru nú tvöfalt hærri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Vissulega þarf að ná verðbólgunni niður en stýrivextir hafa lítið að segja í baráttu við verðbólgu sem á rætur sínar að rekja til arðsemiskrafna fyrirtækja og aðgerðarleysis stjórnvalda. Stjórnvöld hafa fjölmörg önnur tæki og tól til að takast á við verðbólguna en hafa kosið að sitja hjá.


Fjölmargir hafa haft samband við Neytendasamtökin vegna kostnaðarhækkana frá því verðbólgan fór að láta á sér kræla. Neytendasamtökin hafa þó að undanförnu orðið vör við að nýr hópur skjólstæðinga, launþegar á besta aldri, leiti til samtakanna vegna kostnaðarkreppunnar. Róðurinn er að þyngjast hjá neytendum. Stjórn Neytendasamtakanna bendir á að ruðningsáhrif vaxtahækkananna reynast venjulegu fólki verri en verðbólgan sem stýrivextirnir eigi að taka á. Lækning Seðlabankans er verri en sjúkdómurinn sjálfur.

Fréttir í sama dúr

Opnunartími yfir hátíðirnar

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.